Pólitíska staðan er ekki lengur eins flókin og við álitsgjafar höfum haldið um skeið. Bjarni Benediktsson getur bara ekki myndað stjórn. Vegna þess að allir aðrir en sjálfstæðismenn telja hann tæpast viðræðuhæfan vegna Panamamálsins og fleiri grárra mála, sem ekki hæfa ráðherrum. Þess vegna hafa Viðreisn og Björt framtíð heimtað siðvæðingu, sem Bjarni getur ekki staðið undir. Þegar Framsókn er komin úr spilinu er spillingin einkamál Sjálfstæðisflokksins. Traustasta stjórnin í kortunum eru Vinstri grænir, Píratar og Viðreisn með hjálp smáflokkanna. Kominn er tími til að kanna, hvort hægri-mið-vinstri geti ekki sameinazt um siðvæðingu.