Þegar fólk talar um vestræna menningu, er oftast átt við langa fæðingu. Fyrst meðal grískra heimspekinga, síðar yfir til rómverskra, þaðan til múslima og loks frá þeim um spánskar menntaborgir til byltingar-stjórnarskráa Frakka og Bandaríkjamanna. Þetta er of mikil einföldun, helzt eru það betri háskólar sem láta vestræna menningu skara framúr íslamskri. En vestrænn nútími er meginpart enginn toppur á hugsun kynslóðanna. Hún er donuts og hamborgarar, söngvakeppnir, keppni í bolta, sápuóperur, brjóst og rassar, Donald Trump, Sjálfstæðisflokkurinn og Sigmundur. Lágkúra og neyzluhyggja er botn, en enginn toppur á tilverunni.