Rannsókn árin 2015-2016 sýnir, að gamlingjar svelta á heilbrigðisstofnunum og líka heima hjá sér, fái þeir heimsendan mat. Tveir þriðju aldraðra sjúklinga á Landakoti þjást af næringarskorti. Venjulega er vannæring sjúklinga ekki skoðuð sérstaklega. Enginn næringarfræðingur starfar í heimaþjónustu eða á heilsugæslu. Heimsendur matur er ekki framleiddur með tilliti til næringar. Margir þurfa á næringardrykkjum að halda, en Sjúkratryggingar hafna yfirleitt óskum um slíkt. Af því leiðir, að öldruðum sjúklingum versnar hratt og þeir verða næmari fyrir alls konar sjúkdómum. Þetta er þáttur í árásum Sjálfstæðisflokksins á heilsu fólks.