Vill mannbæta Bjarna Ben

Punktar

Ósætti er komið upp hjá Bjartri framtíð um framhald myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðis. „Ég tel, að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Páll Valur segir Bjarta framtíð vera róttækan mannréttindaflokk, umhverfisflokk og alþjóðlega sinnaðan. „Það var kosið út af Panamaskjölunum og þar var Bjarni,“ segir hann og  vonar, að Óttar Proppé standi á forsendum flokksins. Óttar virðist stefna að hugarfarsbyltingu Bjarna, þannig að friður myndist á þingi. Því mun reyna á leikhæfni Bjarna Ben, þegar hann verður að þykjast vera hjartahreinn með öllu.