Össur Skarphéðinsson var naskari í morgun en aðrir álitsgjafar. Tók eftir, að Bjarni Ben valdi sér aðstoðarmenn og flokksritarann í viðræðurnar um nýja ríkisstjórn. Óttar Proppé valdi hins vegar þingmenn. Össur útskýrir réttilega, að Bjarni gerir þetta til að geta samið við aðra flokka. Með Kristjáni Þór eða Jóni Gunnarssyni væri ekki hægt að semja um fiskikvótann. Með Haraldi Benediktssyni væri ekki hægt að gera skárri búvörusamning. Þarna hefur hver þingmaður skyldur við eigendur sína, ekki við kjósendur. Með tæknifólki getur Bjarni samið. Og síðan reynt að reka samninginn ofan í kok á flokksbræðra sinna á alþingi.