Þótt Katrín Jakobsdóttir brosi blítt, er hún harðgreint hörkutól. Lætur ekki segja sér fyrir verkum. Hún er miklu klárari en Bjarni Benediktsson. Til dæmis mun hún ekki lúta vilja Steingríms Sigfússonar við myndun ríkisstjórnar. Hún er ekki háð kvótagreifum frekar en öðrum frekum miðaldra körlum. Sé til sáttaleið fimm flokka í markaðsvæðingu fiskikvótans, mun hún geta samið við Viðreisn eins og aðra. Ríkisstjórn með bófaflokkunum er kannski einfaldari í smíðum, en mundi ekki verða Vinstri grænum til gæfu. Píratar verða ljúfir við hana, enda hafa þeir þegar mælt með henni sem forsætisráðherra. Og hún mun vinna hraðar en Bjarni Ben.