Er landnámsmenn komu hingað, blómstraði íslam meira en kristni. Cordoba á Spáni og Istanbul í Tyrklandi voru menningarmiðstöðvar Evrópu. Þar þróuðust fræði þess tíma. Þar laust saman trú og vísindum. Smám saman dró úr veldi múslima í álfunni, Márar hröktust frá Spáni og Tyrkir frá Balkanskaga. Er kaþólikkar voru að sigra múslima við Miðjarðarhafið, voru mótmælendur að sigra kaþólikka í norðanverðri álfunni. Miðaldir voru umbrotatími. Erfingjar sögunnar urðu Evrópumenn, sem urðu sigursælir um alla jörð. Frá þeim þróaðist nútími trúleysu og tækni. Fólk rakti menningu sína til Hellas. Má þakka múslimum fyrir að varðveita gríska arfinn um myrkar miðaldir.