Heimildir nýtast ekki

Punktar

Fólk er ekki betur upplýst, þótt samskiptatækni hafi margfaldazt. Wikipedia og Google ættu að geta veitt svör um staðreyndir. Samt rífst fólk um staðreyndir án þess að skoða heimildir, sem Wikipedia og Google vísa á. Greiðari aðgangur að upplýsingum gagnast ekki, ef hann er ekki notaður. Þar að auki hafa áður meintar heimildir tapað vægi. Ljóst er að stjórnvöld ljúga, skýrslur ljúga, löggan lýgur og svo framvegis. Dæmin hrannast upp í leka á pósti stjórnvalda og bankatölum frá aflandseyjum. Engum er lengur að treysta. Misvísandi upplýsingar eru um flestan ágreining, til dæmis um stöðu múslima á Vesturlöndum. En fólk nennir ekki lengur.