Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við nokkrar sölur Landsbanks í lokuðu ferli. Í ýmsum tilvikum telur hún, að bankinn hafi fengið of lítið verð fyrir eignirnar. Bankinn hafi ekki sýnt eðlilega aðgát og skynsamlegt verðmat. Er í eigu ríkisins, svo að hann kemur almenningi beint við. Þarna hafa opinber verðmæti rýrnað um milljarða að undirlagi Steinþórs Pálssonar bankastjóra, sem er frægur að endemum. Hefur þó ekki enn verið dreginn fyrir dómstóla eins og kollegar hans í Kaupþingi sáluga. Fræg er leynisalan á Borgun til Engeyinga, þar sem töpuðust milljarðar. Ríkisendurskoðun segir trúverðugleika bankans hafa þar verið stefnt í hættu.