Tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til myndunar ríkisstjórnar fóru út um þúfur. Viðreisn vildi ekki leggja fram neitt plagg. Benedikt Jóhannesson þagði mest á fundunum, enda var umræðan mest í plati af hans hálfu. Allir aðrir voru búnir að gefa mikið eftir. Búið var að stilla upp ýmsum dæmum í kvótamálinu. Einnig var sáttavilji í öðrum málum, sem rædd höfðu verið. Benedikt sagði bara pass, þegar á hólminn kom. Gaf engar málefnalegar skýringar. Fyrir löngu var vitað, að staða ríkissjóðs var slæm. Kannski var hann bara að fiska, hve langt væri hægt að fara með hina. En svona gerast kaupin á eyrinni. Kannski er Benedikt ekki stjórntækur.