Hægri öfgar í Viðreisn

Punktar

Stjórnartilraun Katrínar leiddi í ljós, að Viðreisn er ekki öll þar sem hún er séð. Katrín hefði fyrr átt að taka eftir, að Viðreisn tók í þykjustunni þátt í viðræðunum. Benedikt sagði svo pass, þegar aðilar áttu að leggja fram hugmyndir sínar. Hann taldi þó óhæfu að leggja fram tillögur um útgjöld í heilbrigðismálum og vegamálum, sem ráðherrar Sjálfstæðis lögðu fram viku fyrir kosningar. Þetta viðhorf staðfestir stöðu Viðreisnar til hægri við Sjálfstæðis. Ekki frjálslyndur miðjuflokkur, heldur róttækur hægri flokkur. Sama gildir um fylgitungl Benedikts, Proppé. Og svo er farið að dreifa lista yfir tíu pilsfalda-fjárglæfra Benedikts sjálfs.

Tíu atriði Benedikts