Með því að veita fyrst Sjálfstæðisflokknum og síðan Vinstri grænum umboð til að mynda ríkisstjórn er forsetinn að taka stærð þingflokka fram yfir önnur viðmið. Hefði Guðni Th. Jóhannesson notað sama viðmið og Ólafur Ragnar Grímsson notaði síðast, mundi hann hafa valið fyrst Pírata og síðan Viðreisn. Þeir fjölguðu mest sínum þingmönnum. Guðni valdi það gamla umfram það nýja, því hann er íhaldsmaður. Staðfesti það, þegar hann fór ekki í þriðja val, gaf ekki pírötum boltann. Með því gaf hann þeirri villu byr undir báða vængi, að píratar væru ekki stjórntækir. Væntanlega af því að þeir séu ekki þekkt stærð. Þannig hefur forseti óbeint vald.