Daginn eftir fund sinn með helztu kvótagreifum landsins, sleit Benedikt viðræðum stjórnarandstöðunnar um myndun ríkisstjórnar. Kenndi um tillögu flokkanna um tuga milljarða fjármögnun heilbrigðismála. Sem var raunar kosningaloforð Benedikts og Viðreisnar. Fór Benedikt sjálfur með Svarta Pétur út af lokafundi fimmflokksins. Hann sagði sig „skorta sannfæringu“ fyrir þessari stjórnarmyndun. Kvótagreifarnir höfðu þá sannfært hann um, að markaðslögmál hentuðu ekki í sjávarútvegi. Ekkert var þá farið að ræða búvörusamninginn. Benedikt vildi ekki, að uppboð á afla fjármögnuðu heilbrigðismál, þótt hann hefði sjálfur lofað uppboðum fyrir kosningar.