Eftirlit í molum

Punktar

Fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðir á búum Brúneggja frá árinu 2007. Það var ekki fyrr en eftir þvingunaraðgerðir Matvælastofnunar að fyrirtækið fór að lögum um dýravelferð. Matvælastofnun var seinþreytt til aðgerða og Brúnegg tók ekki mark á þeim. Bæði framleiðandi og eftirlit brugðust. Lengi hefur legið það orð á eftirlitinu, að það þjónaði framleiðendum fremur en neytendum. Og eigandinn er siðblindur. Annað mál annars eðlis kom upp í Crossfit. Tveir keppendur neituðu lyfjaeftirliti og hótuðu eftirlitsfólki ofbeldi. Fengu samt verðlaun, sem síðan voru afturkölluð. Auðvelt er að sjá, að þessir keppendur eru siðblindir. En svona verður Ísland. Með eftirlit í molum. Sérhver gengur fram í siðlausri hrokablindu.