Trúboðastellingin

Punktar

Las í veffréttum, að nokkrir fræðimenn hefðu uppgötvað, að trúboðsstelling væri nautnalegasta aðferðin til viðhalds mannkyni. Ekki kom fram, hvernig þetta uppgötvaðist. Sýndi þó, að sívökul þekkingarleit og vísindahugsun fræðir fólk um ótal atriði, sem okkur voru óljós í skóla. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort kirkjan gæti ekki nýtt sér þessi fræði til að sýna fram á notagildi kristilegra forskrifta. Daginn eftir las ég, að hafin væri rannsókn á, hvort klósettrúllur ættu að snúa fram eða aftur á rúllustandinum. Innan tíðar kemur niðurstaða, sem leysir ákveðinn vanda við dagleg heimilisstörf. Heimur batnandi fer, vísindalega.