Hættulega orðið

Punktar

Hatursorðræða er hættulegt orð. Dómstólar hafa gefið sér, að andlag haturs geti ákveðið, hvað sé móðgandi. Þannig má gefa sér, að hatur felist í gagnrýni á konur, múslima, öryrkja, reykingafólk, drykkjurúta, trúaða, og svo framvegis. Íslenzk lög banna illt umtal um alls konar minnihlutahópa og minnimáttarhópa að viðlögðum sektum og tveggja ára fangelsi. Dómum af því tagi er samt kastað út af fjölþjóðlegum Evrópudómstólum. Það sýnir, að íslenzk lagahefð og dómahefð er talin vera úrelt. Samt er enn verið að kæra fólk fyrir meiðyrði, nú síðast útvarpsstjóra Sögu. Kominn er tími til að hætta þessu rugli um hatursorðræðu.