Verkin segja annað

Punktar

Fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar er að minnsta kosti í heilbrigðismálum í andstöðu við kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins. Framlög til vegagerðar fylgja ekki vegaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ýmsir tekjupóstar eru lækkaðir, svo svigrúm til útgjalda er verulega rýrt. Ekki verður nein draumastaða fyrir hvort sem er Viðreisn eða Vinstri græn að gerast þriðja hjól ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið er í fullkominni andstöðu við kosningaloforð beggja flokkanna. Áfram er stefnt að niðurrifi innviða samfélagsins til að rýma fyrir einkavæðingu. Allt er þetta líka í andstöðu við skoðanir meirihluta landsmanna, þótt kjósendur hafi látið ginnast.