180° viðsnúningur

Punktar

Alger viðsnúningur hefur orðið í heilbrigðisstefnu flestra stjórnmálaflokka. Fyrir kosningar voru þeir allir eindregið hlynntir endurreisn heilbrigðismála, einkum Landspítalans. Eftir kosningar telja þeir flestir slíkt vera ógerlegt. Áfram verða sjúklingar að liggja á ýmsum skrítnum stöðum og helzt á biðlistum. Undarlegastur er viðsnúningur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem sögðust fyrir kosningar vera miðjuflokkar, en birtast núna eftir kosningar sem harðsnúnir hægri flokkar. Almennt eru þeir andvígir almenningi í baráttu hans við auðmagnið. Þeir telja til dæmis nauðsynlegt að friða grátkarla kvótagreifa með gengislækkunum.