Gervigreindartölvur munu senn valda miklu blóðbaði í stétt lögfræðinga. Þær meta í einu vetfangi heilu lagasöfnin og dómafordæmin, finna það rökrétta og skilja hafrana frá sauðunum. Munu byggja upp heilu sóknar- og varnarskjölin og finna líklegar dómsniðurstöður á andartaki. Vinnan verður bara brot af því, sem hún er núna. Fólk mun raunar sjálft geta ýtt á enter á lyklaborðinu og losað sig við lögfræðikostnað. Atvinnulausir lögmenn munu kalla stíft á borgaralaun, verði þau ekki þegar komin. Og þeir, sem gamna sér við að geta stundað málflutning eftir tíu eða tuttugu ár, ættu að hugsa málið betur. Gervigreind mun duga í lögfræði.