Framtíð við sængurkantinn

Punktar

Tölvur með gervigreind eru að gera afgreiðslu og akstur að sjálfvirkum athöfnum. Fljótt mun annað fylgja á eftir, til dæmis heimildavinna á kontórum lögfræðinga. Sum störf verða þó áfram nógu flókin til að verjast innrás tölva með gervigreind. Ber þar hæst skipti á sængurbúnaði og umbúnaður um hótelrúm. Þar er síbreytilegt umhverfi og kröfur um mikla fingrafimi, sem flækja málin fyrir róbota. Þegar flestar stéttir eru orðnar atvinnulausar og komnar á borgaralaun, verður ennþá eftirspurn eftir innfluttum konum, sem sætta sig við hálfa milljón í mánaðarlaun fyrir dagleg þrif og frágang hótelherbergja. Aðrir hanga bara í café latté í 101.