Spánnýja hefðin

Punktar

Alla mína löngu skólatíð frá fimm ára aldri var ég aldrei látinn fara til kirkju á vegum skólans. Slíkar jólaheimsóknir tíðkuðust ekki þá. Njóta varla tilvísunar til gamalla hefða. Þær eru nýjung, sem kirkja á fallanda fæti reynir að innleiða til að verja fylgið. Þegar ég var fermdur, lagði hinn góði prestur áherzlu á taka biblíuna ekki bókstaflega. Þótt guð væri sagður hafa skapað jörðina á nokkrum dögum, væri hver dagur tákn fyrir jarðsögulegt tímabil. Sú túlkun féll mér vel. En síðan hafa svartstakkar vikið nýguðfræði til hliðar. Ég geri mér grein fyrir, að mín jól eru fremur Óðins en Hvíta-Krists. En kirkjusókn annarra pirrar mig ei.