Í Spiegel eru um þessi áramót tilnefndar nokkrar persónur, sem höfðu pólitískt vægi í alþjóðamálum í ár. Birgitta Jónsdóttir er þar ein íslenzkra pólitíkusa, innan um Obama og Pútín, Clinton og Trump. Enda er Birgitta eini stjórnmálamaður landsins, sem skiptir nokkru máli í alþjóðlegu samhengi. Enda tjá sig íslenzkir pólitíkusar og álitsgjafar andverðleika hópum saman um, að hún sé óalandi og óferjandi vitleysingur. Aldrei voru tilnefndir þeir Geir Haarde, Sigmundur Davíð eða Bjarni Benediktsson. En Davíð Oddsson komst þó á blað hjá Time sem einn af helztu fábjánum kreppunnar 2008. Íslendingar eru þjóð andverðleika í stjórnmálum og kjörklefum.