Sex flokkar gegnumlýstir

Punktar

Síðustu dagar hafa varpað endanlegu kastljósi á stöðu stjórnmálaflokka. Vinstri græn og Framsókn uppgötvuðu samhljóminn og eru farin að tala saman í laumi. Tveir flokkar í eigu kvótagreifa, tvennt íhald, sem vill engar breytingar. Áður var ljóst, að Sjálfstæðis og Viðreisn er sama tóbakið. Viðreisn hangir í hugsjónum úr fortíð Sjálfstæðis. Á eftir að slípast í stjórn Engeyinga undir Tortola-leiðsögn. Björt framtíð snýst um bjarta fínimennsku í ráðherrastólum. Samfylkingin er farin að nudda sér utan í Framsókn. Margir voru á kjördegi ómeðvitaðir um hjartslátt þessara sex stjórnmálaflokka. Margt kemur síðan í ljós við nánari gegnumlýsingu.