Íslenzkur lausagangur

Punktar

Svokölluð einkavæðing er á Íslandi í því formi, að þeim gráðugustu er hleypt inn undir pilsfald ríkisins. Og síðan passað upp á, að eftirlit sé í skötulíki undir forstjórn jólasveina. Þannig kemst Kumbaravogur árum saman upp með að framkvæma engar kröfur Landlæknis. Þannig kemst United Silicon hjá því að hindra útblástur eiturefna, því Umhverfisstofnun gerir ekkert. Allir vita, hvernig eftirlitsleysi hefur verið háttað hjá Matvælastofnun. Engin stofnun tekur að sér að hindra kvótagreifa í að hækka fiskinn í hafi og koma mismuninum fyrir í skattaskjólum. Þúsundir vinna á ýmsum stofnunum, sem hafa það verkefni að láta græðgina í friði.