Erlendis hafa verið settar upp staðreyndavaktir til að fylgjast með og segja frá lygi í fréttum og fyrirtækjum á því sviði. Flókin tölvureiknirit eru notuð til að finna villur á sjálfvirkan hátt, án þess að mannshöndin komi nærri. Google og Facebook eru að þróa þessa tækni til að geta sagt notendum, hversu áreiðanlegar heimildir eru. Er þá líka miðað við umrædda frétt, svo og forsögu þess, sem fréttina skrifar og þess fjölmiðils, sem birtir hana. Vissulega má búast við, að upp rísi falskar staðreyndavaktir til að sveigja almenningsálitið að tilteknum hagsmunum. Í heild ætti þó að koma úr þessu betra fréttamat almennings.