Með því að fela 580 milljarða í skattaskjóli plús vexti, eru hafðir af ríkissjóði 115 milljarðar. Þess vegna eru ekki til peningar í velferð. Þess vegna er ekki hægt að hafa húsnæðisvexti sömu og annars staðar. Þess vegna er ekki hægt að koma Landspítalanum og heilsuverndarstöðvum í samt lag. Þess vegna er ekki hægt að greiða öldruðum og öryrkjum sömu hækkanir og öðrum. Undanskotið í skattaskjólum er nógu mikið til að hindra eðlilegt skattfé fyrir þarfir ríkisins. Enda segja vitfirringar nýfrjálshyggjunnar, að skattar séu ofbeldi og að græðgi sé góð. Á þennan hátt var rangt gefið í spilunum, sem lögð voru fram í kosningabaráttunni.