Nú opnast augu fólks

Punktar

Þegar ég gef mér tíma til að rúlla yfir fésbókina, sé ég snögga breytingu eftir myndun hægri ríkisstjórnar. Margir eru óskaplega reiðir og fleiri eru sárir. En mjög fáir taka til varna fyrir nýju ríkisstjórnina. Hún virðist vera orðin afar óvinsæl á fyrsta degi. Mannval er greinilega lélegt og sumpart hættulegt, ekki bara aflendingurinn í skattaskjóli, Bjarni Ben. Fólk býst við frekari tilræðum, einkum við húsnæðismál unga fólksins og við heilsukerfi ríkisins, gamla fólkið og öryrkjana. Fólk er líka eðlilega hrætt við einkavæðingu þjóðarauðlindanna. En það er til lítils að væla, þegar fólk er búið að láta hafa sig að fífli í kosningum.