Sem oftar kemur Gunnar Smári með mjög skynsamlega tillögu. Að „síkviku lýðræði“. Felst í að geta skipt út atkvæði sínu, hvenær sem er. Tillagan er mjög í anda pírata, enda notuð í þeim stafrænu kosningum, sem þeir halda innan sinna vébanda. „Ef flokkurinn stendur sig ekki, geta kjósendur tekið atkvæði sitt og fært það yfir á annan flokk. Ef til dæmis stór hópur kjósenda Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar eru ósáttir við þátttöku flokkana í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, geta þeir sagt flokkunum upp og fært atkvæði sitt annað.“ Þetta er svo gáfuleg tillaga, að ekki er séns á, að hún verði nokkru sinni samþykkt á íhaldseyjunni.