Meðvirkni hinna Björtu

Punktar

Bjarni Ben hefur ítrekað viðurkennt að hafa falið skýrsluna um skattaskjól á aflandseyjum fram yfir kosningar. Hefur beinlínis sagt, að hann hafi talið, að hún mundi hafa truflandi áhrif á kosningarnar. Þrátt fyrir þessar játningar eru meðvirkir enn að gera því skóna, að fjögurra mánaða birtingartöfin hafi verið óviljaverk. Ein þessara mjög meðvirku er Nichole Leich Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún lætur sér ekki nægja orð Bjarna. Segir feluleikinn beinlínis hafa verið óviljaverk. Hún er svo ákaft meðvirk, að hún segir játningar Bjarna sjálfs marklausar. Segið svo, að Björt framtíð geri ekki hosur sínar grænar til hægri.