Stjórnarflokkar hrynja

Punktar

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur hrunið, samkvæmt skoðanakönnun MMR í fyrri hluta þessa mánaðar. Alls um 7,4 prósentustig frá kosningunum. Fallið úr 46,7% í 39,3 prósentur. Sjálfstæðis hefur tapað 3,5 stigum, Viðreisn 3,6 stigum og Björt framtíð 0,9 stigum. Vinstri græn hafa hirt lungann úr þessari sveiflu, hafa farið úr 15,9% í 24,3%, aukning um 8,2% stig. Aðrir flokkar hafa nokkurn veginn staðið í stað. Alls hefur stjórnarandstaðan hækkað úr 47,6% í kosningunum upp í 56,2% í könnuninni. Þannig er ríkisstjórnin komin í minnihluta um leið og henni er ýtt af stað. Fimm flokka stjórn hefði verið í betra samræmi við þjóðarviljann.

MMR