Morgunblaðið bullar, að Egill Helgason sé vinstri sinnaður álitsgjafi. Hann hefur alltaf verið borgaralegur miðjumaður eins og margir voru í Sjálfstæðisflokknum fyrir þremur áratugum. Ætíð andvígur Sovétríkjunum sálugu og núna einnig andvígur nýfrjálshyggju. Ekkert er athugavert við, að álitsgjafi sé andvígur þekktum öfgum í nútímasögunni. Svo vel vill til, að Egill er áhrifamesti og kunnasti álitsgjafi landsins og langsamlega bezti sjónvarpsmaðurinn. Nú er hann blessunarlega að koma aftur með Silfur Egils í ríkissjónvarpið. Fulltrúum nýfrjálshyggjunnar þykir þó tryggara að hafa hægri sinnaða Fanneyju Birnu Jónsdóttur honum til mótvægis.