Kaupmáttur er undarleg vísitala, sem nær ekki yfir húsnæðiskostnað, og segir því lítið um lífskjör. Af öðrum vísitölum sjáum við, að þjóðartekjur á mann eru þær sömu hér og á Norðurlöndum. Lífskjör hér eru hins vegar miklu lakari en þar. Það stafar af langvinnum völdum pólitískra bófaflokka. Þeir hafa lækkað skatta á háum tekjum og fyrirtækjum. Þeir hafa skipulagt eftirlitsleysi eftirlitsstofnana. Þeir hafa á hverju ári falið tugmilljarða í skattaskjólum. Þeir hafa afskrifað skuldir skjólstæðinga bófa og hundelt fátæka íbúðarkaupendur. Þeir hafa gert ítrekað kennitöluflakk að hefðbundnum þætti í rekstri. Þeir hafa blóðmjólkað samfélagið.