Óttarr er hataður

Punktar

Óttarr Proppé segir nú, að kosningastefnuskrá Bjartrar framtíðar hafi ekki verið kosningaloforð, heldur kosningaáherzlur. Dæmigerður útúrsnúningur. Einnig segir hann óvíst, að flokkurinn styðji þessi mál, þegar þau koma fram. Loks nuddar hann salti í sárin: „Fátt gleður mig meira en að velta fyrir mér siðferðilegum og heimspekilegum spurningum.“ Vissulega varaði ég við því, að loforð skiptu Óttarr engu. Björt framtíð væri ekki flokkur málefna, heldur flokkur um ráðherrastóla. Meirihluti kjósenda flokksins trúði samt kosningaloforðunum og fer ófögrum orðum um jókerinn, mest hataða pólitíkus mánaðarins. Björt framtíð er vissulega svört.