Afskriftir fyrirtækja, sem Bjarni Benediktsson stýrði fram í hrun, eru komnar upp í 82 milljarða króna. Mest urðu þessar skuldir til á stjórnartíma Bjarna. Þetta eru einkum fyrirtæki í BNT og N1 samstæðunni. Þá er ennþá eftir að afskrifa 50 milljarða skuld í því, sem áður hét Vafningur. Ekki meðtaldar afskriftir upp á 48 milljarða í Földungi, sem Glitnir yfirtók. Bjarni er einn helzti fjárglæframaður landsins. Því var vel við hæfi, að hann tæki yfir ríkissjóð fyrir tæplega fjórum árum. Og nú er hann orðinn eini forsætisráðherra heimsins, sem hefur fólgið fé sitt í skattaskjóli á aflandseyju. Íslenzkir kjósendur eru engum öðrum líkir.