Benedikt Jóhannesson fjármála segist hafa sagt skattaskjólum Íslendinga stríð á hendur. Þau urðu fræg í vor, þegar þáverandi forsætis og núverandi forsætis voru vísir að földu fé í skattaskjólum. Enda er stríð Benedikts ekki bara kalt, heldur beinlínis friðsælt. Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er ekki minnst einu orði á skattaskjólin, fjármagnsflutninga til aflandseyja eða skattaundanskot. Enn sem komið er birtist stríð Benedikts við skattaskjólin eingöngu í digurbarkalegum mannalátum. Að mestu er málaskráin þýðing á tilskipunum frá Evrópusambandinu. Þið munið þetta ógnarsamband, sem sagt er troða eitruðum mat í íslenzka kjósendur.