Víða leitað vina

Punktar

Theresa May á bágt í Bretlandi. Hún er fyrir hönd Íhaldsflokksins að reyna að framkvæma Brexit, brottför ríkisins úr Evrópusambandinu. Smám saman er að koma í ljós, að gallarnir eru fleiri en kostirnir. London og Skotland höfnuðu Brexit og eru fjarska ósátt. London mun missa miðstöð bankaviðskipta yfir til Frankfurt. Evrópa er stærri biti en brezka samveldið og virðist lítið ætla að gefa eftir. May leitar í örvæntingu að vináttu úr öðrum áttum. Fyrst fór hún vestur um haf, þar sem geðsjúklingur er kominn til valda. Síðan fór hún til Tyrklands, þar sem Erdogan hamast. Hver verður næstur, Bjarni Ben eða Kim Jong Un í Norður-Kóreu?