Hvað „lækar“ þú

Punktar

Kosningafyrirtæki eru farin að nota fésbókina og aðra vefmiðlun til að kortleggja persónuleika fólks. Mikið er byggt á „lækum“ og viðbrögðum við auglýsingum, en einnig á textameðferð fólks. Þannig er til dæmis hægt að finna þá, sem hafa áhuga á bandarískum bílum og senda þeim, og bara þeim, loforð Trump um skatta á útlenda bíla. Líka er hægt að finna þá, sem eru frekar heimskir og finnst Bjarni Ben hafa flotta hárgreiðslu. Þetta er talið hafa haft töluverð áhrif á framvindu baráttu forsetaefnanna í Bandaríkjunum. Allir Bandaríkjamenn voru flokkaðir í fáa tugi persónuleika og hver fékk sérhannað erindi. Kjósendur þurfa að fara að passa sig.