Píratar kvarta stundum yfir að hafa lakari aðgang að fjölmiðlum en hefðbundnir stjórnmálaflokkar. Þurfa raunar sjálfir að skoða betur sinn gang. Stundum virðist svo sem lítil almannatengsl séu þar í gangi eða að fólk haldi þau gerast af sjálfu sér. Svo er ekki. Hafi flokkar eða aðrir hópar eitthvað að segja, þurfa þeir að vekja athygli fjölmiðla og vefmiðla á málefni sínu. Fjölmiðlar og ekki síður vefmiðlar eru opnir fyrir pírötum eins og öðrum. Fjölmiðlun á vegum pírata er í skötulíki. Fuglabjargið er nánast ónotað og Pírataspjallið hefur dofnað. Nú eru þingmenn pírata orðnir tíu og þeir eiga að vera sýnilega eitthvað að gera.