Vaka koltapaði

Punktar

Undanfarin ár hefur Vaka, hægri stúdentafélag Háskóla Íslands, sigrað í hverjum kosningunum til Stúdentaráðs á fætur öðrum. Ég hef átt erfitt með að skilja, að afturhaldið skuli hafa náð slíkum kverkatökum á ungu fólki. Í ljósi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við húsnæði og aðra hagsmuni ungs fólks. En að þessu sinni snerist dæmið við. Röskva, vinstra stúdentafélagið, hafði stórsigur, 18 sæti gegn 9. Kannski er að síast inn hjá ungu fólki, að framtíð þess er síður en svo borgið hjá bófaflokki, sem lengi hefur skipulega arðrænt samfélagið. Vonandi eru nýju úrslitin í Háskólanum merki þess, að tímamóta sé að vænta í pólitíkinni.