Ísland undir eftirliti

Punktar

Financial Action Task Force er lögregla Alþjóða hagþróunar-stofnunarinnar OECD. Sveitir hennar hafa frá því fyrir hrun komið hingað reglulega til að benda á að stöðva verði peningaþvott með lögum, reglum og eftirliti. Íslenzk stjórnvöld hafa lofað og lofað, en ekki staðið við það frekar en annað af því tagi. Um tíma leit út fyrir, að Ísland yrði sett á válista aflandseyja. Þá var sett upp regluverk, en eftirlit er enn í skötulíki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið fjárhaldsmenn sína. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa skipulega sofið á verðinum. Meira að segja Seðlabankinn hefur verðlaunað bófa með því að selja þeim krónur með 20% afslætti.