Fjölmiðli útskúfað

Punktar

Wikipedia hefur bannað tilvitnanir í Daily Mail á síðum sínum. Brezka sorpritið er fyrsti fjölmiðillinn, sem lendir í þessu. Kjaftað er um, að Russia Today og Fox News muni fylgja á eftir. Allt væri það landhreinsun. Lygasögur eru undir smásjá þessar vikurnar, einkum vegna Trump og aðstoðarmanna hans. Þeir halda áfram að bulla hjáreyndir, þótt þeir hafi verið leiðréttir. Staðreyndir skipta slíka fugla engu máli. Þess varð líka vart í síðustu kosningum hér, að sumir flokkar gáfu út stefnuskrá, sem stingur í stúf við gerðir þeirra í ríkisstjórn. Kannski kemur að því, að Óttarr Proppé nái heimsfrægð fyrir bann hjá Wikipedia.