Kvótagreifar halda uppi vinnudeilu við sjómenn, því að þeim er alveg sama, hvenær fiskurinn er veiddur. Þeir missa ekki einkaréttinn, þótt verkfallið dragist á langinn. Óbærilegt er, að þeir þannig leikið sér með fjöregg þjóðarinnar eins og þeim þóknast. Tímabært er að taka skipin eignarnámi og bjóða þau út með kvóta á frjálsu uppboði samkvæmt reglum hins frjálsa markaðar. Í leiðinni má ýta kvóta til sjávarþorpa, sem hafa farið illa út úr samskiptum við greifana. Ekki gengur lengur, að greifarnir geti hagað sér eins og þeir eigi fiskinn. Við eigum að nota vinnudeiluna til að losna við greifana úr hagkerfinu með einni snarpri aðgerð.