70% gamlingja hafa það gott, samkvæmt Félagsvísindastofnun. Þýðir á íslenzku, að 7.000 gamlingjar hafa það ekki gott. 10% íslenzkra barna teljast fátæk, samkvæmt Unicef. það eru um 10.000 börn. Alls má telja, að tæplega 30.000 Íslendingar séu fátækir. Prósentan er ekki há, en beinar tölur segja betur, hvað er að. Það er, að hluti Íslendinga er fátækur og þúsundir þeirra eiga ekki fyllilega fyrir mat. Þetta gerist á sama tíma og hinir, sem hafa það nokkuð gott, hafa misst áhugann á fátæklingum. Þeir eru vonda fólkið. Hafa tekið trú á nýfrjálshyggju Hannesar Hólmsteins. Telja græðgi vera góða, kusu núverandi stjórn í síðustu kosningum.