Þeir, sem hafa yfir milljón á mánuði, telja Ísland á réttri leið, kjósa Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar telur fólk með meðallaun, 400-600 krónur, Ísland á rangri leið. Meirihluti þjóðarinnar hefur þá skoðun. Vegna spillingar í fjármálum og stjórnmálum, félagslegs ójafnaðar og hnignunar velferðar, siðferðis og menntunar. Einkennishópur þessa miðstéttarfólks eru Píratar, sem höfðu að kjörorði: „Endurræsum Ísland“. Hins vegar var Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur yfirstéttarinnar, með slagorðið: „Á réttri leið“. Allur þorri kjósenda Bjartrar framtíðar telur Ísland á rangri leið. Samkvæmt könnun MMR og þjóðarpúlsi Gallup hefur stjórnin misst stuðning miðjunnar.