Karlrembdum sjónarmið um, að þolendum ofbeldis sé sjálfum að kenna, hefur ekki verið flaggað upp á síðkastið. Femínistar hafa látið karlana heyra það. Síðast er Óttar Guðmundsson tekinn í karphúsið. Auðvitað eru fólskuverk ekki þeim að kenna, sem þola þurfa, heldur hinum, sem þau fremja. Til dæmis þeim, sem dreifa neyðarlegum klámmyndum af fyrrverandi vinkonum sínum. Hitt er svo annað mál, að nútíminn er orðinn anzi uppáþrengjandi. Fólk sést alls staðar í mynd á opinberum svæðum og snjallsímar eyða mörkum hins prívata og opinbera. Burtséð frá dólgunum er þolendum ráðlegt að víðvarpa ekki persónulegum málum. Aukin varúð er betri.