Til að þurfa ekki að ræða 50% launahækkun, tala þingmenn stjórnar og Framsóknar linnulaust um bús í búðir. Almenningur vill ekki heldur eða getur ekki rætt um launahækkunina og rífst linnulaust á fésbók um bús í búðir. Látið er nægja, að Brynjar Níelsson bulli um, að launalækkun þingmanna geti ekki verið afturvirk. Hér er ekki verið að fjalla um, hvort launalækkun sé afturvirk, heldur verið að tala um launalækkun. Basta. Alþingi réð sér Kjararáð til að hækka laun sín og þykist svo ekkert skilja. Niðurstaðan er eins og komið hefur fram, að samningar eru flestir lausir og engar líkur á, að fólk sætti sig við minna en Brynjar fær.