Séríslenzka myglan

Punktar

Mygla í útveggjum kostar þjóðfélagið tugi milljarða á hverju ári. Stafar að mestu leyti af innri einangrun steypu. Aðferðin er íslenzk sérgrein. Aðrir einangra steypu að utan. Þannig hefur mitt hús verið einangrað áratugum saman, raunar bæði að innan og utan, enda vantrúaður á íslenzkar sérgreinar. Steypa er gott innanhússefni, en sem ytri klæðning er hún afleit. Veðrast inn í einangrun. Á þessu tímabili var Rannsóknastofnun byggingariðnaðar lögð niður til að hindra opinber afskipti af húsbyggingum. Þá gerði alkalí út af við íslenzka steypu. Og enn eru menn í flötu þökunum, sem eru í kvosinni að leysa brött þök af hólmi.