Skattsvik eru eitt mesta leyndó á Íslandi, enda fína fólkið þar fremst í flokki. Því eru þau leyst með eins konar sátt og fara ekki fyrir dómstóla. Við fáum ekki að vita um upphæð sekta. Vitum stundum heildartölur fyrir alla og stundum ekki. Við vitum núna að lekinn frá Mossack Fonseca var keyptur á 37 milljónir króna. Hefur leitt til endurálagningar á 30 aðila upp á samtals 143 milljónir. Eftir er að ljúka málum um 100 aðila. Ekki er upplýst, hverjir þetta voru. Ekki heldur, að hversu miklu leyti þetta eru endurgreiðslur og að hversu miklu leyti sektir. Bjarna Ben hefur tekizt að tefja þessi skattamál, en ekki tekizt að fyrna þau.