Tvær húsnæðislausnir

Punktar

Hvorki ríkið né borgin skilja húsnæðisvanda ungra. Í stjórnarsáttmála er hvergi getið um aðgerðir í húsnæðismálum. Borgarstjórnin segist þó gera klárar lóðir fyrir þúsund íbúðir á árinu. Gallinn er sá, að á hverju ári þarf miklu meira en þúsund viðbótaríbúðir í Reykjavík, bara fyrir AirB&B ferðamenn. Lausn vandans felst ekki í sértækum aðgerðum að íslenzkum hætti. Einfaldlega þarf að byggja ódýrar 50 fermetra stúdíóíbúðir og 70 fermetra íbúðir með einu svefnherbergi, fyrir ferðafólk og fátæka. Þær mega kosta í mesta lagi 20 milljónir. Í öðru lagi þarf að hækka lágmarkslaun Íslendinga upp í hálfa milljón fyrir skatta.