Einstaklega heimska og drukkna menn þarf til að halda, að Salek samkomulag henti íslenzkri alþýðu. Salek dugir bara fyrir samfélög, sem eru í sómasamlegri innri sátt um, hver velferð og launamunur skuli vera. Salek hentar Svíum og heldur ró á þeirra vinnumarkaði. Hér er engin sænsk velferð. Hér borgar fólk extra fyrir að verða veikt, slasast eða verða gamalt. Hér er engin sátt um, hver velferðin skuli vera, enda er hún miklu lakari en í Svíþjóð. Fyrst þarf að koma hér sænsk velferð með 10-11% hlutfalli heilsu af þjóðarbúinu. Og fyrst þarf að koma höndum yfir árlegt tugmilljarða þýfi þeirra, sem hafa aðstöðu til hækkunar í hafi.